Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 14:35:20 (274)

2001-10-09 14:35:20# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[14:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir einu í sambandi við ræðu hv. þm. Ég heyrði hann ekki nefna afstöðu sína til breytinga varðandi hátekjuskattinn svokallaða. Ég tók hins vegar eftir því að í umræðum um stefnuræðu forsrh. lét þingmaðurinn orð falla í þá átt að Samfylkingin og hann væru andvíg því að skattleggja millitekjufólk sem hefði rúmar 3 millj. á ári með þeim hætti sem nú er gert með þessum svokallaða hátekjuskatti. Þess vegna vil ég spyrja hv. þm.: Er hann sammála eða er hann á móti þeirri tillögu sem liggur fyrir í frv. um að hækka mörkin í þessum skatti um 15%?