Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 14:36:33 (276)

2001-10-09 14:36:33# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[14:36]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þingmaðurinn er ekki á móti þessu en er hann með því? Ætlar hann að sitja hjá við afgreiðslu um þessi ákvæði frv.? Við höfum talið að nægilegt svigrúm væri til að gera þetta. Við höfum talið það eðlilegt. Ég hélt að ég hefði stuðning formanns Samfylkingarinnar við þetta mál miðað við ummæli hans í umræðum í þinginu í síðustu viku um stefnuræðu forsrh. Vill hann skýra þetta eitthvað nánar? Ætlar hann að vera með því að hækka mörkin í hátekjuskattinum um 15%? Ætlar hann að vera á móti því? Sennilega ekki miðað við það sem hann sagði núna eða ætlar hann kannski bara að sitja hjá?