Skemmtanahald á útihátíðum

Miðvikudaginn 10. október 2001, kl. 15:53:03 (393)

2001-10-10 15:53:03# 127. lþ. 8.7 fundur 107. mál: #A skemmtanahald á útihátíðum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 127. lþ.

[15:53]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég vil líkt og aðrir þakka fyrir fyrirspurnina. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessu sambandi og í því ljósi, eins og hæstv. dómsmrh. tók fram, að starfshópurinn á að skila í vor, að gripið verði hratt og örugglega til aðgerða af því að það má aldrei gerast aftur sem henti á sumum útihátíðum í sumar, þ.e. skelfilegir glæpir í tugatali, nauðganir og hópnauðganir á unglingsstúlkum. Herra forseti. Það það verður að grípa til allra hugsanlegra ráða eða bragða til þess að reyna að stemma stigu við þessu og ekki síst breyta hugarfarinu þannig að fólk skundi ekki á úti- og skemmtihátíðir með það í huga að fremja glæpi.