Framhald umræðu um fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:32:59 (447)

2001-10-11 14:32:59# 127. lþ. 9.92 fundur 68#B framhald umræðu um fjáraukalög 2001# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:32]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Eins og fram kom hjá hv. þm. og hæstv. varaforseta þingsins voru tveir á mælendaskrá. Ég er annar þeirra. Það var ekki haft neitt samráð við mig um að fresta máinu á þennan veg. Ég ítreka það að á fundi sem haldinn var með þingflokksformönnum, þar sem rætt var um þinghald vikunnar, var um það rætt að þetta eina mál yrði á dagskrá í dag og þingfundi ekki lokið síðar en kl. 4.

Ég vil vekja á þessu athygli. Mér finnst eðlilegt að óskir manna séu virtar og haft sé samráð við menn áður en farið er fram með þessum hætti. Ég vildi ítreka þetta sjónarmið.