Samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:47:09 (455)

2001-10-11 14:47:09# 127. lþ. 9.4 fundur 136. mál: #A samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar# (reglugerð) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:47]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar samráð við Neytendasamtökin þá er það alveg sjálfsagt mál. Ég tel að það þurfi ekki að kveða neitt á um það í lögum. Þau verða að sjálfsögðu, reikna ég með, með umsögn um þetta frv. eða kölluð á nefndarfund. En þetta snýst um að mögulegt verði að taka upp viðauka við EES-samninginn í reglugerð. Öll sú upptalning yrði látin koma fram í viðkomandi reglugerð. Ég held að allir hljóti að sjá að það væri ekki rétt málsmeðferð að taka þetta upp í lög en hins vegar gæti verið mikilvægt, ef til þess kæmi að við þyrftum að taka á þessum málum, að um það væri að ræða að viðaukinn væri í reglugerð.

Eins og fram kom í máli hv. þm. Örlygs Hnefils Jónssonar þá er hér fyrst og fremst um varnagla að ræða og þess vegna er málið flutt.