Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 17:09:10 (499)

2001-10-15 17:09:10# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., Flm. ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[17:09]

Flm. (Þuríður Backman) (andsvar):

Herra forseti. Við erum að tala fyrir því að styrkja byggð með öðrum hætti en að nota risaverkefni sem Noral-verkefnið er og kalla það mestu byggðastyrkingu allra tíma. Við viljum fara í styrkingu byggðar á forsendum íbúanna sjálfra. Það ætti ekki að vera mjög erfitt að skilja það. Það bíða fjölmörg verkefni (ÍGP: Hvað með 80 prósentin?) alls staðar á landinu, úti í hinum dreifðu byggðum, sem fá ekki sömu fyrirgreiðslu og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Bankarnir lána ekki það sama. Það eru aðrir vextir. Menn hafa ekki áhuga á því að fjárfesta úti á landi o.s.frv. Það má telja upp langan lista.

Við erum að tala um að fara í sérstakt verkefni þar sem þessi fyrirtæki, hvort sem þau eru starfandi í dag eða vaxtarsprotar og fara í þau fjölmörgu verkefni sem bíða úrlausnar. Ég ætla ekki að telja þau upp en þau eru til í hverju einasta kjördæmi.