Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 17:21:59 (503)

2001-10-15 17:21:59# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[17:21]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég deili ekki þessum stórmennskuhroka hv. þm. Ég viðurkenni alveg að það skiptir atvinnulíf máli hvort heldur það er í Árneshreppi eða í þorpum á Austurlandi hvort þar er opinn sími. Fyrir mér skiptir það máli, herra forseti, hvort þar er opið pósthús. Ég deili ekki þessum hroka og fyrir mér skiptir það máli hvort það er póstkassi nálægt elliheimilinu Grund. Það er alveg hárrétt. Mig skiptir það máli hvort aðilar á Norðurhéraði geta stundað ferðaþjónustu með eðlilegum hætti hvað símþjónustu varðar eins og það að geta tekið við greiðslukortum.

Mér finnst þetta skipta máli. Já, herra forseti. Mér finnst þetta skipta máli.