Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 18:09:30 (517)

2001-10-15 18:09:30# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[18:09]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að tillögur hans fælu það í sér að þær mundu e.t.v. breyta útgerðarmunstrinu, eins og hann orðaði það, en á hinn bóginn mundu togararnir halda sínum hlut. Hvernig hugsar hann sér þá breytt útgerðarmunstur?