Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 18:45:26 (535)

2001-10-15 18:45:26# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki orðað fyrirspurn mína nógu skýrt. Eins og þessi þáltill. liggur fyrir tekur hún ekki til samgönguframkvæmda. En eins og hv. þm. talaði áðan í andsvari fannst mér einmitt sem hann saknaði þess, hvort sem slíkt yrði sett beint í tillöguna eða með öðrum hætti.

Þá langar mig að þrengja spurninguna. Yrði hann sammála þessari tillögu, eins og hún er hugsuð, ef hún tæki til landsins alls?