Fjarskipti

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 14:00:10 (569)

2001-10-16 14:00:10# 127. lþ. 11.4 fundur 145. mál: #A fjarskipti# (jöfnunargjald, heimtaugar) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ef það er rétt skilið hjá mér að hæstv. ráðherra segi að þetta sé skattur, þá er náttúrlega fráleitt að Póst- og fjarskiptastofnun geti ákvarðað fjárhæð skattsins því Alþingi má ekki framselja skattlagningarvald samkvæmt stjórnarskránni.