Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:44:00 (597)

2001-10-16 16:44:00# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., Flm. JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:44]

Flm. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kannski rétt að ég rifji upp hvað það var sem ég neitaði. Ég neitaði að á því lítilræði af veiðiheimildum sem talað var um að innkalla væri forkaupsréttur handa þeim sem hefðu haft veiðiheimildirnar. Ég vildi fara fram á það að þetta smáræði sem ætti að innkalla yrði til staðar og menn gætu keppt um það á jafnræðisgrundvelli. Það voru fulltrúar hæstv. ráðherra sem gerðu það aftur á móti að skilyrði að ef einhverjar veiðiheimildir yrðu innkallaðar skyldi útgerðin hafa forkaupsrétt að þeim þegar þeim yrði úthlutað aftur. Ég spyr: Hver stillti hverjum upp við vegg?