Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:44:52 (598)

2001-10-16 16:44:52# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:44]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það var mjög eðlilegt að hv. þm. í nefndinni reyndu að leita þeirra leiða sem skapa stöðugleika í sjávarútvegi í byggðum landsins. Þannig voru þær tillögur sem þeir voru að reyna að ná sátt um við hv. þm. Jóhann Ársælsson en hann neitaði þeim.

Hann hefur sjálfur kosið að lýsa þessari atburðarás í greinargerðinni. Þar kemur fram að það var fulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði tillögunni þegar í ljós kom að hann mundi aldrei samþykkja tiltekna hluti sem verið var að vinna að, þá var enginn grundvöllur fyrir því að ná saman um það sem var verið að reyna að gera. Þetta er augljóst --- hans eigin orð á prenti eru til vitnis um það.