Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:51:59 (604)

2001-10-16 16:51:59# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:51]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Samtakamáttur er auðvitað enn þá fyrir hendi og það er hægt að grípa til ýmissa ráða í dag eins og áður þegar kvótinn fer úr byggðarlaginu eða skip er selt. Það er einmitt dæmi um það í byggðarlaginu sem hefur verið til umræðu og einmitt í samræmi við það sem fram kom, ef ég man rétt, að gula Guggan hafi verið seld frá Ísafirði en möguleikarnir í útgerðinni hafa ekki verið minni en svo að keypt hefur verið önnur gul Gugga sem nú er gerð út frá Ísafirði.