Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:56:52 (609)

2001-10-16 16:56:52# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., ÖHJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:56]

Örlygur Hnefill Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég lít svo á að hér sé verið að leita leiða til þess að geta byggt upp víða þar sem menn hafa misst þessar heimildir og geta ekki lengur sótt fiskimið. Ég segi það að þetta hefur farið illa með landsbyggðina, og er ekkert verra, og eignaupptaka fólks þarna er gríðarleg. Ég hef, herra forseti, lagt fram á hinu háa Alþingi tvær fyrirspurnir um fasteignir fólks á landsbyggðinni, annars vegar um hvað sé verið að byggja þar og hins vegar hvernig verðmætamat sé á eignum á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Það er engin tilviljun að ég óska eftir við hæstv. félmrh. að þetta verði skoðað frá 1990.