Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 17:52:01 (632)

2001-10-16 17:52:01# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[17:52]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil enn segja að ég er óvanur því að tala um almenn stjórnmál undir því yfirskyni að ég sé að tala um fundarstjórn forseta. Ég hafði ætlað mér að hafa þessa umræðu á fimmtudaginn en það var m.a. þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem óskaði eftir því að hún yrði í dag.

Ég vil líka segja að þessi orðaskipti nú eru fyrsta skiptið, allan þann tíma sem ég hef fylgst með störfum Alþingis, sem 1. flm. frumvarps kveinkar sér undan því að aðrir skuli taka til máls um það.