Endurskoðun á EES-samningnum

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 14:00:48 (657)

2001-10-17 14:00:48# 127. lþ. 13.2 fundur 83. mál: #A endurskoðun á EES-samningnum# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég kem aðallega upp til að vekja athygli á orðum hæstv. utanrrh. um stöðu EES-samningsins. Það liggur ljóst fyrir, þrátt fyrir áherslumun innan EES-ráðsins eins og það er kallað, að það er vilji fyrir því að reyna að ná fram breytingum og hugsanlega vilji til þess hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ráðherraráðinu. En hæstv. utanrrh. talaði um hugsanlega takmarkaða tæknilega aðlögun samningsins. Ég vil nota þetta tækifæri til að vekja athygli hv. þm. á þessum orðum. Það eru margir fyrirvarar í þessari setningu. Kannski segir þessi setning meira en margt annað um stöðu Íslands á hinu Evrópska efnahagssvæði og gagnvart ESB.