Fjölskyldustefna utanríkisþjónustunnar

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 14:14:25 (662)

2001-10-17 14:14:25# 127. lþ. 13.3 fundur 113. mál: #A fjölskyldustefna utanríkisþjónustunnar# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[14:14]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég kem hér upp til að þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrirspurnina. Það er auðvitað þannig að í málum sem þessum er fordæmi ríkisvaldsins mjög mikilvægt, þegar fjölskyldustefna og jafnréttisstefna er annars vegar. Við skulum gera okkur grein fyrir því, herra forseti, að makarnir eru þrátt fyrir allt oftast konur.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að í hópi flutningsskyldra starfsmanna utanríkisþjónustunnar hefur konum auðvitað fjölgað talsvert á undanförnum árum en það er þó einu sinni svo, herra forseti, að það er aðeins ein kona sendiherra fyrir Ísland og ég veit ekki til þess að það sé að breytast. Við erum því aðallega að tala um réttindi kvenna.