Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 14:45:55 (674)

2001-10-17 14:45:55# 127. lþ. 13.4 fundur 63. mál: #A Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins# fsp. (til munnl.) frá félmrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[14:45]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Yfirgripsmikil svör vantar varðandi málefni Greiningarstöðvarinnar. Málefni hennar hafa talsvert verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið. Það er augljóst að það er búið að hagræða verulega hjá stofnuninni, auka verulega afköstin og lækka töluvert kostnaðinn fyrir hvert barn. Nú er mál að við fáum hugmyndir að varanlegum lausnum frá hæstv. ráðherra.

Herra forseti. Hæstv. ráðherra hefur tjáð sig um málefni stöðvarinnar í fjölmiðlum. Að mínu mati hefur hann gert það á óviðurkvæmilegan hátt með því að leiða fram í dagsljósið að draga þurfi úr ferðalögum hjá stofnuninni, þar hafi orðið talsverð þensla og verulegar upphæðir þar gangi í risnu og aðkeypta þjónustu. Hæstv. ráðherra skuldar þingheimi skýringar á því hvað hann meinar með svona hlutum. Við þurfum að fá að heyra hverjar eru þær varanlegu lausnir sem hæstv. ráðherra hefur í sjónmáli varðandi málefni Greiningarstöðvarinnar.