Meðlagsgreiðslur

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 15:40:47 (697)

2001-10-17 15:40:47# 127. lþ. 13.8 fundur 86. mál: #A meðlagsgreiðslur# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[15:40]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér er um afar mikilvæga fyrirspurn að ræða frá hv. þm. Margréti Frímannsdóttur. Ég fagna viðbrögðum hæstv. dómsmrh. um að láta réttarfarsnefnd skoða þessi mál.

Það er einn hópur sem er afar brýnt að skoða, og hann varðar menntunarframlag til barna 18--20 ára. Fróðlegt væri að sjá hversu margir úrskurðir eru í því efni. Ég hygg að þeir séu bara örfáir. Ég get alveg lofað ykkur því, ágætu þingmenn, að ungmenni í dag fara ekki með slík mál alla leið. Mæður eiga oft mjög erfitt með að ganga á feður í þessum málum og þetta er ákveðið vandamál. En ég get alveg lofað ykkur því að 14--15 þús. kr. fyrir ungmenni í menntaskóla eru talsverðir peningar. Ég tel þetta vera mál sem þyrfti að fara dálítið vel ofan í saumana á og það væri mjög verðugt verkefni í tengslum við þá umræðu sem hér hefur átt sér stað.