Meðlagsgreiðslur

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 15:44:10 (699)

2001-10-17 15:44:10# 127. lþ. 13.8 fundur 86. mál: #A meðlagsgreiðslur# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 127. lþ.

[15:44]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrir þá umræðu sem hér hefur farið fram og gagnlegar ábendingar. Ég tel að við búum við nokkuð gott fyrirkomulag á þessu sviði þó að hugsanlega megi bæta það svo sem með breytingum á aðfararlögum eins og ég nefndi í fyrri ræðu minni.

Það er hins vegar auðvitað fullkomlega ljóst að alltaf verður erfitt að knýja fram innheimtu í tilvikum þar sem annaðhvort vilji eða geta til greiðslu er ekki fyrir hendi. Það getur verið vandamál í einstökum tilvikum sem ekki væri hægt að girða fyrir með neinu fyrirkomulagi í þessum efnum.

Eins og ég sagði áðan mun ég skoða hugsanlegar breytingar. Hér er um að ræða mál sem miklir hagsmunir eru bundnir við. Því ber okkur að sjá til þess að umgjörðin sé eins trygg og skilvirk og kostur er á.