Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 11:34:39 (727)

2001-10-18 11:34:39# 127. lþ. 15.2 fundur 169. mál: #A heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar# (forgangsröð verkefna o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Meginmunurinn sem þetta frv. felur í sér frá því sem nú er, er að umboð samninganefndarinnar til þess að semja við lækna sem vinna á sjúkrahúsum og þeirra sem vinna utan sjúkrahúsa verður á hendi eins aðila eftir samþykkt frv. Það er líka ætlunin að styrkja stöðu þessarar nefndar til þess að afla sér upplýsinga og skýra þau ákvæði sem hún á að vinna eftir. Í þessu felst meginmunurinn. Í staðinn fyrir að samningsumboðið sé á hendi tveggja nefnda er það nú sameinað hjá einni samninganefnd. Hv. þingmenn rekur kannski minni til þess að umræða um þetta kom upp í sumar í tengslum við umræðuna um ferliverkin. Þá komu fram þær skoðanir innan heilbrigðisstétta að óheppilegt væri að þetta samningsumboð væri skipt eins er samkvæmt núgildandi lögum.