Áhugamannahnefaleikar

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 15:13:50 (767)

2001-10-18 15:13:50# 127. lþ. 15.5 fundur 39. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[15:13]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skal gangast við því að ræðan á 125. löggjafarþingi hafi þvælst fyrir mér og að mig hafi minnt að hún hafi verið endurflutt á 126. löggjafarþingi þannig að ég skal taka það til baka, herra forseti.

Varðandi sjálfsvarnaríþróttir þá má ekki rugla sjálfsvarnaríþróttum saman við ólympíska hnefaleika, taekwondo, kickbox eða kumite. Ég skal taka áskorun hv. þm. um að hugleiða frv. sem banni þær árásaríþróttir sem stundaðar eru hér á landi, séu þær með þeim hætti sem við hv. þm. höfum grun um. Við höfum fengið upplýsingar um að þær séu stundaðar á sömu nótum og hnefaleikar, þ.e. þar sem rothögg eru leyfð og högg í höfuð eru ekki bönnuð og jafnvel gefa stig. Ég skal sannarlega taka þeirri áskorun að hugleiða þetta.