Svæðisskipulag fyrir landið allt

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 17:49:28 (800)

2001-10-18 17:49:28# 127. lþ. 15.15 fundur 157. mál: #A svæðisskipulag fyrir landið allt# þál., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[17:49]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Það var ekki ætlunin með orðum mínum áðan að vekja upp erfiðar kenndir eða afbrýðisemi hv. formanns Samfylkingarinnar út í Framsfl. Hann er kominn í svo margar hosur og búinn að ganga með grasið í skónum á eftir þeim flokki um langan tíma og heldur því vafalaust áfram óháð þessu ágæta máli hér. Ég vona að þetta raski ekki ró hans miklu meir. En ég veit að afbrýðisemin er, eða ég hef heyrt það og lesið að afbrýðisemin sé erfiður dilkur að draga.

Ég ítreka að málið er að mínu viti gott. Það er afar þarft og eins og hv. þm. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hefur hér mælt fyrir og gert grein fyrir er ekki síst mikilvægt fyrir allar byggðir landsins að þetta mál fái framgang. Ég ítreka stuðning minn við þessa þáltill. hv. þm. og fagna því að framsóknarmenn komi með góðar tillögur líka hér inn í þingið.