Átak til að lengja ferðaþjónustutímann

Fimmtudaginn 18. október 2001, kl. 19:03:46 (815)

2001-10-18 19:03:46# 127. lþ. 15.9 fundur 139. mál: #A átak til að lengja ferðaþjónustutímann# þál., JHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 127. lþ.

[19:03]

Jónas Hallgrímsson (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér að hafa þá ánægju að tilkynna hér og nú að til stendur að það verði beint flug til Egilsstaða í sumar frá Þýskalandi. Það mun breyta stöðu Austfirðinga mikið. En hvers vegna verður þetta beina flug til Egilsstaða í sumar? Það er vegna þess að við eigum atvinnuþróunarfélag, Þróunarstofu Austurlands, fyrir austan sem, m.a. fyrir tilstuðlan Byggðastofnunar, hefur gert okkur ýmislegt kleift. Mér er kunnugt um að Þróunarstofan hefur stutt mjög að því að hjálpa til við að koma á þessu beina flugi.

Við erum afskaplega hamingjusöm fyrir austan að vita af því að þetta sé að nálgast. Við treystum því að það sé staðreynd þó að það sé ekki víst nema að 99% því að allt er í heiminum hverfult í dag.