VÞV fyrir DO og SÓ fyrir GHH

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 13:32:53 (821)

2001-10-30 13:32:53# 127. lþ. 16.93 fundur 83#B VÞV fyrir DO og SÓ fyrir GHH#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa tvö bréf, hið fyrra dags. 26. október sl.:

,,Þar sem ég, herra forseti, er á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, sæti mitt á Alþingi frá 30. október nk.

Þetta tilkynnist yður hér með.

Davíð Oddsson.``

Síðara bréfið, dags. 30. okt. 2001, hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og þess að 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi tekur í dag sæti á Alþingi, að 2. varaþm. listans, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Geir H. Haarde, 3. þm. Reykv.``

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Stefanía Óskarsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.