Ráðstefna um loftslagsbreytingar

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 13:57:10 (833)

2001-10-30 13:57:10# 127. lþ. 16.95 fundur 85#B ráðstefna um loftslagsbreytingar# (aths. um störf þingsins), MS
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[13:57]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Út af því máli sem hér hefur verið til umræðu vil ég bara staðfesta að þetta mál hefur ekki verið rætt sérstaklega í umhvn. nú á haustþingi eftir að ég tók sæti í henni, og get ég þar með staðfest orð hæstv. forseta. Hitt er annað mál að auðvitað er hér um að ræða mjög stórt og viðamikið mál á alþjóðavísu sem snertir okkur að sjálfsögðu mjög eins og aðrar þjóðir, og full ástæða væri til þess að umhvn. tæki það upp og ræddi hvort nefndin mundi sækja eftir því að fulltrúi hennar fengi sæti í sendinefnd Íslands á þeim fundum sem um þetta mál fjalla. Mér fyndist eðlilegur máti að slíkt kæmi í gegnum umhvn. þingsins.

Ég vildi bara koma hér og staðfesta að þetta mál hefur ekki verið rætt sérstaklega í nefndinni á þessu haustþingi.