Rekstur Ríkisútvarpsins

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 14:43:40 (842)

2001-10-30 14:43:40# 127. lþ. 16.9 fundur 7. mál: #A rekstur Ríkisútvarpsins# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[14:43]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Nú er það ekki svo að við höfum ekki rætt kosti og galla hlutafélaga í þessum þingsal. Ég vil spyrja hv. þm. Halldór Blöndal, hæstv. forseta Alþingis, hverja hann telur vera kosti þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Væru þeir helstir að losa Ríkisútvarpið undan áhrifum Alþingis þannig að Alþingi hafi ekkert um það að segja hvað gerist þar innan veggja? Er hann að hugsa um að selja hlutabréfin, þá væntanlega á markaði líkt og nú stendur til að gera við Landssímann? Hverja telur hann kosti þess að færa Ríkisútvarpið út á markað á þennan hátt?