Rekstur Ríkisútvarpsins

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 15:17:03 (851)

2001-10-30 15:17:03# 127. lþ. 16.9 fundur 7. mál: #A rekstur Ríkisútvarpsins# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[15:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar sem komu hér fram. Ég tel þær vera mjög mikilvægar og sýna fram á að það er ekki tímabært hjá Ríkisútvarpinu að leggja niður þessar sendingar á stuttbylgju. Það er ljóst á andsvarinu hér frá hv. þm. að sjómenn eru ekki í stakk búnir til þess að nýta sér tölvuþjónustuna á öllum stöðum. Þess vegna get ég tekið undir þá gagnrýni sem kom fram í ræðu hans hér áðan að það er lítill ávinningur í þeim sparnaði, ef um sparnaðartillögu er að ræða, að hætta þessum stuttbylgjusendingum. En sjálfsagt munu þær falla niður í framtíðinni eftir því sem tækninni fleygir fram.