Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 17:42:25 (877)

2001-10-30 17:42:25# 127. lþ. 16.19 fundur 185. mál: #A almenn hegningarlög# (kynferðisbrot gegn börnum) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[17:42]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins fá frekari upplýsingar hjá hæstv. ráðherra um hvort vænta megi endurskoðunar eða breytingar á almennum hegningarlögum á ákvæðum varðandi sifjaspell. Þessar lagabreytingar eru eingöngu ákvæði um að einhver greiði fyrir kynlífsþjónustu eða samræði við börn yngri en 18 ára. Hvað með sifjaspell þar sem ekki er greitt fyrir og börn eru yngri en 18 ára? Megum við vænta breytinga á refsilöggjöfinni varðandi það?