Rekstur vélar Flugmálastjórnar

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 13:46:19 (899)

2001-10-31 13:46:19# 127. lþ. 17.91 fundur 86#B rekstur vélar Flugmálastjórnar# (aths. um störf þingsins), BH
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 127. lþ.

[13:46]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ef hv. þm. sem starfa í fjárln. --- og þá er ég sérstaklega að vísa til orða hv. síðasta þingmanns --- er það ekki ljóst að það er hlutverk hv. fjárln. Alþingis, þeirra þingmanna sem þar sitja, að hafa m.a. eftirlit með meðferð opinberra fjármuna er ég alveg hætt að botna í hlutunum hér.

Herra forseti. Hvar er eðlilegri vettvangur fyrir þingmann sem hefur fyrir því sérstök rök að færa fram slíka beiðni en í hv. fjárln.? Ég tel mjög eðlilegt að slík beiðni sé lögð fram og ég undrast að ekki skuli vera orðið við þeirri beiðni heldur látið að því liggja að þingmaðurinn sé að hnýsast í málefni sem honum komi ekki við.