Rekstur vélar Flugmálastjórnar

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 13:48:52 (901)

2001-10-31 13:48:52# 127. lþ. 17.91 fundur 86#B rekstur vélar Flugmálastjórnar# (aths. um störf þingsins), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 127. lþ.

[13:48]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég ætla bara að koma á framfæri upplýsingum vegna þess að Grænlandsflug hefur verið tengt þessari umræðu og ferðir ráðherra á fundi á Grænlandi. Mér þykir rétt að hv. þingmenn viti að a.m.k. í mínu tilfelli var farið nákvæmlega yfir kostnaðinn, annars vegar hver hann væri með því að fljúga til Kaupmannahafnar, þaðan til Syðri-Straumsfjarðar og síðan áfram, og svo hins vegar að nota sér flugvél Flugmálastjórnar. Þar sem síðari leiðin reyndist nokkru ódýrari var hún farin. Auðvitað er alltaf umdeilanlegt hvort ráðherrar almennt eigi að sækja fundi en þetta er eitt af því sem maður telur mikilvægt, að stunda hið norræna samstarf, og ég vildi koma þessum upplýsingum á framfæri.