Markaðssetning lyfjafyrirtækja

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 14:27:18 (918)

2001-10-31 14:27:18# 127. lþ. 18.2 fundur 149. mál: #A markaðssetning lyfjafyrirtækja# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 127. lþ.

[14:27]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Það kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda að lyfjakostnaður hefur farið vaxandi og það er rétt. En ég vil ekki skrifa það á þetta málefni sem við erum að ræða hérna. Við höfum lagt á það kapp í heilbrrn. og aðrir þeir sem um þetta mál hafa fjallað að ódýrari lyfjum sé ávísað ef þau eru jafngóð. Í ráðuneytinu er ætíð vinna í gangi varðandi samheitalyf og ódýrari lyf og henni verður haldið áfram.

Ég tel að um þetta mál gildi skýrar reglur. Fram kemur að óheimilt sé að bjóða læknum og fleiri heilbrigðisstéttum gjafir, fé eða fríðindi nema um óveruleg verðmæti sé að ræða. (Gripið fram í.) Það eru skýrar reglur sem um þetta gilda.

Ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan, að ég treysti læknastéttinni til að fara með þetta vald sem hún hefur og þá skyldu að kynna sér nýjungar í lyfjaframboði á alþjóðlegum vettvangi og ég tel að stéttin sé alveg fær um að rísa undir því.