Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 10:38:02 (957)

2001-11-01 10:38:02# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[10:38]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Í umfjöllun hæstv. umhvrh. um frv. kom fram sú sýn að efla eigi frjáls félagasamtök. Við áttum mikla rimmu í þinginu við fjárlagagerð í fyrra um hvaða frjálsu félagasatök eigi að efla. Mig langar því að spyrja hæstv. umhvrh. á grunni þessara nýju laga hvaða sýn hún hafi í þeim málum, hvort ekki sé sú hætta að menn efli þau frjálsu félagasamtök sem eru þóknanleg stefnu stjórnvalda hverju sinni og menn fari þá frekar yfir í að styrkja eins konar ,,society-klúbba`` eins og algengir eru í útlöndum, skaðlausa stjórnvöldum hverju sinni. Ég ber fram þessa spurningu sérstaklega í ljósi þess að mikill ágreiningur var við fjárhagsáætlun við fjárlagagerðina í fyrra um það hvernig peningum væri deilt út til frjálsra félagasamtaka sem láta sig náttúruvernd varða.