Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 10:41:02 (959)

2001-11-01 10:41:02# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[10:41]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt í þessu sambandi að fara yfir allar slíkar vinnureglur vegna þess að ég átti þess kost að vinna á sínum tíma á náttúruverndarþingum og undir regnhlíf Náttúruverndarráðs. Það var einmitt styrkur þessara samtaka að upp gátu sprottið hópar sem létu sig gilda kannski afmörkuð náttúruverndarmálefni og komust þar inn mjög fljótt, auðveldlega og greiðlega. Það er hollt fyrir okkur öll að slíkir möguleikar séu fyrir hendi og ég mun leggja á það áherslu í nefndarvinnu að gætt sé jafnræðis, það sé ekki geðþóttaákvörðun hverjir eru styrktir eins og ég sagði áðan. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að þeir sem þóknast stjórnvöldum hverju sinni fái opinberan stuðing en aðrir ekki. Ég vænti þess í umfjöllun um frv. að gengið verði rækilega í þau mál að sú staða komi ekki upp.

Að öðru leyti ætla ég að flytja ræðu um frv. á eftir en vildi bara spyrja um þessi viðhorf.