Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 11:47:46 (980)

2001-11-01 11:47:46# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[11:47]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst nú vænt um að það skuli hafa opnast fyrir hv. 12. þm. Reykn., Þórunni Sveinbjarnardóttur, að þegar frv. eru flutt á Alþingi þá er það yfirleitt vegna þess að gagnrýni hefur komið fram á þau lög sem gilda og að menn vilji breytingar.