Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:32:37 (998)

2001-11-01 12:32:37# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:32]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er enginn grundvallarágreiningur um þetta mál. Hv. þm. hafa auðvitað leyfi til að lýsa persónulegum skoðunum sínum um einstök atriði, en það er enginn ágreiningur um þetta mál. Hæstv. ráðherra hefur gert grein fyrir tilurð frv. og hefur gert grein fyrir því og það er enginn ágreiningur í þeim efnum meðal stjórnarliða. Hins vegar geta hv. þm., eins og ég sagði, lýst persónulegum skoðunum sínum um einstök atriði og við höfum svo sem heyrt það hér í morgun. En af því að hv. þm. spyr um það, þá er enginn ágreiningur um þetta mál meðal stjórnarliða.