Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:52:14 (1009)

2001-11-01 12:52:14# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:52]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er svo sem lítil ástæða til þess að karpa um þetta. Við erum hér að tala um Náttúruverndarráð. Við vorum ekki að tala um öll samtök, náttúruverndarfélög eða önnur félög sem vinna að náttúruverndarmálum. Við vorum eingöngu að tala um Náttúruverndarráð. Ég sé ekki mikinn mun á því hvort sagt er að Náttúruverndarráð hafi komið fram með öfgafull sjónarmið eða hvort samtökin séu öfgafull, það er túlkunaratriði eða sjónarmunur á því.

Hv. þm. Kristján Pálsson lét þessi orð falla og því hafa þau verið tekin upp. Það hefði aldrei hvarflað að mér að fara út í umræðu eins og þá sem hér hefur farið fram nema vegna orða hv. þm., sem hafa leitt til töluverðrar umræðu. Ég held að það hafi verið gott að þessi sjónarmið komu hérna fram þannig að störf hv. umhvn. geti líka tekið mið af þeim þegar farið verður yfir málið og jafnframt verði það skoðað vandlega með hvaða hætti hægt er að efla frjáls félagasamtök og náttúruvernd í landinu.