Ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 10:39:49 (1059)

2001-11-02 10:39:49# 127. lþ. 20.91 fundur 97#B ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ# (aths. um störf þingsins), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[10:39]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég átti sæti í þessari nefnd og ég hef svo sem heyrt áður frá hæstv. ráðherra að hann telji að við höfum ekki unnið af heilindum í nefndinni. Ég verð að segja að mér finnst það ekki stórmannlegt að halda þær ræður annars staðar en í þessum þingsal.

Ég held því hins vegar fram að við höfum lagt okkur meira fram en við var að búast miðað við sjónarmið okkar og málatilbúnað á Alþingi í nefndinni. Ég vísa til þess sem hv. þm. Vilhjálmur Egilsson sagði þegar nefndarstarfinu lauk. Hann viðurkenndi að það hefði verið of langt á milli aðila og ásakaði engan um að hafa unnið af óheilindum í nefndinni. Hann hafði þó persónulega af því að segja í starfinu en hæstv. sjútvrh. byrjaði strax að elda þennan graut sem hann heldur áfram að elda alls staðar þar sem hann kemst að og getur verið í friði einn til að halda ræður sínar.