Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 11:35:22 (1085)

2001-11-02 11:35:22# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[11:35]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir svörin við fyrri spurningunni um úthlutun til sveitarfélaganna eða sjávarbyggða, nú fer maður kannski að skilgreina einstaka sveitabæi sem sjávarbyggðir.

En ég er ekki alveg sáttur við svarið við seinni spurningunni um úthlutunina í keilu, löngu og karfa á grundvelli veiðireynslu þeirra sem getið er um í 7. gr. Þar stendur að þetta landnám --- sem hófst með því að miða við árin 1980--1983 að mig minnir, veiðireynslu þeirra ára sem er landnám hið nýja --- haldi áfram því að nú á að miða við tímabilið 1. júní 1998 til 31. maí 2001, að þeir aðilar sem veiddu á þessum tíma eiga núna að fá heimildir á grundvelli veiðireynslu. Þetta er nýtt landnám, þarna er verið að úthluta nýjum kvóta, og hann er örugglega einhvers virði. Ég hefði gaman af að vita hvers virði hæstv. sjútvrh. metur þessa úthlutun.