Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 12:01:01 (1089)

2001-11-02 12:01:01# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[12:01]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég var hér að segja er í raun þetta:

Afar miklar sveiflur hafa verið í veiði smábáta á þeim tegundum sem þarna er um að ræða. Þær hafa aukist afar hratt á síðustu árum og hafa t.d. í ýsunni frá því 1997 farið úr 3.700 tonnum og upp í 8.500 tonn á síðasta ári. Það að taka árið 2000/2001, og miða aflareynsluna vegna þessara hluta eingöngu við það tímabil, er að mínu viti ekki endilega mjög sanngjarnt gagnvart öðrum sem hafa verið að veiða á þessum tíma öllum. Auðvitað eru það svo sem ekki mikil vísindi á bak við það að taka þetta eina tímabil. En það verður að taka eftir því að á þessu tímabili voru veiðarnar langhæstar og orðnar margfaldar á við það sem þær voru t.d. 1996, þannig að ég sé nú ekki að það sé einboðið að menn eigi að miða við aflareynslu þess tíma sem þarna er tiltekinn.