Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 12:34:54 (1098)

2001-11-02 12:34:54# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[12:34]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Hér gætir misskilnings hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni. Ég hef ekki fallið frá skoðun minni. Það er rangt.

Það gætir líka þess misskilnings hjá hv. þm. að hér er ekki til umræðu frv. sem kveður á um að kvótasetja skuli smábáta. Þau lög hafa tekið gildi. Þegar ég segi að þetta sé það skásta í stöðunni þá er ég að miða við raunveruleikann eins og hann er í dag. Miðað við að búið er að kvótasetja smábáta þá er þetta svona mildandi aðgerð.

Hér er í raun ekki verið að fjalla um frv. sem kveður á um það hvort fara eigi þessa kvótasetningarleið á grundvelli dóms Hæstaréttar. Þau lög hafa tekið gildi. Hér gætir því örlítils misskilnings hjá hv. þm.

Þau sjónarmið sem ég lýsti í áðurnefndu útvarpsviðtali sem hv. þm. var svo vinsamlegur að vitna í, eru þau sjónarmið sem ég var að lýsa í ræðu minni.