Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 14:21:13 (1114)

2001-11-02 14:21:13# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[14:21]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyri það að ég heyrði svo til alla ræðu hv. þm. Hins vegar þegar hv. þm. segir: Ég vil styðja hinar minni byggðir, þá held ég að það sé mjög mikilvægt af því að þetta tiltekna frv. fjallar um að tiltekinn bátahópur fái eitthvað og það verði tekið frá einhverjum öðrum. (EOK: Nei.) Það er einfaldlega þannig og verður þannig á næsta ári þegar þetta verður komið inn í hlutdeildarkerfið. Þannig er þetta og þetta kemur fram í frv.

En ég spyr hv. þm. einnig að því, árið 1984 veiddi þess bátafloti 16 þús. tonn, árið 2000 veiddi hann 70 þús. tonn og stefnir í mun meira á þessu ári og ég spyr: Er þetta eini bátaflotinn hringinn í kringum landið sem stendur undir hinum smærri byggðum? Er þetta það eina sem skiptir hinar minni byggðir máli? Ég held að það sé mikilvægt að hv. þm. svari þessu því að frv. er ekkert annað en niðurstaða úr einhvers konar kjaraviðræðum þessara hópa við sjútvrh. sem í einhvers konar aumkun sinni lætur þá hafa örlítið.