Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 16:45:35 (1146)

2001-11-02 16:45:35# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[16:45]

Forseti (Halldór Blöndal):

Svo háttar til að ég hafði sagt þingflokksformönnum að við því væri að búast að fundi lyki hér milli fjögur og fimm. Á þeirri stundu hafði ég vænst þess að umræðum um þetta stjfrv. gæti lokið á þeim tíma. Eins og hv. þm. er kunnugt er nauðsynlegt að þetta frv. komist til nefndar fyrir þriðjudag en þá er nefndarfundur í sjútvn. Svo stendur á að hæstv. sjútvrh. er á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og sömuleiðis formaður sjútvn. Af þeim sökum hafði ég lagt áherslu á að hægt yrði að ljúka þessu máli.

Nú háttar svo til að á mælendaskrá eru 10 alþingismenn svo að ljóst er að ógjörningur er að standa við þær ákvarðanir sem áður höfðu verið teknar. Ég tel eftir atvikum rétt að gefa hæstv. sjútvrh. tækifæri á að taka til máls og síðan verði umræðu frestað þegar hann hefur lokið máli sínu.