Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 17:09:05 (1154)

2001-11-02 17:09:05# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[17:09]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég taldi að þær reglur sem hefðu verið settar í sambandi við byggðakvótann væru þannig að menn kæmust ekki upp með að fara með aflaheimildir eitthvað annað en um hefði verið talað. Það eru nýjar fréttir fyrir mig og ég óska eftir að hæstv. ráðherra segi mér þá frá því, geri okkur grein fyrir því hér í þinginu, ef reynslan af því fyrirkomulagi er að menn fari með aflaheimildirnar eitthvað annað. Það er reyndar ekki úthlutað árlega í því fyrirkomulagi. Það væri sannarlega ástæða til að fara yfir það ef það er niðurstaðan að þær hafi ekki verið notaðar á staðnum sem var forsendan fyrir því að þeim var úthlutað.