Svar við fyrirspurn

Mánudaginn 05. nóvember 2001, kl. 15:27:45 (1168)

2001-11-05 15:27:45# 127. lþ. 21.92 fundur 102#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), JB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 127. lþ.

[15:27]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hæstv. landbrh. gat þess áðan í svari sínu að ég hefði sagt að ég væri á móti því að ábúendur sem hefðu löglegan rétt til þess að leysa til sín jarðir mættu ekki gera það og það væri mín skoðun. Það er algerlega rangt að ég hafi sagt það. Ég sagði einmitt á hinn veginn að eðlilegt og sjálfsagt væri að ábúendur nýttu sér lagaheimild til þess að leysa til sín jarðir en jarðasala annars mætti ekki ganga stefnulaust fyrir sig.

Ég vil óska eftir því, herra forseti, að þó að hæstv. ráðherra eigi í einhverjum vandræðum með að svara þeim orðum sem til hans er beint, þá haldi hann sig samt við þann heiðarleika að hafa rétt eftir sem sagt er í þingsölum.