Efling félagslegs forvarnastarfs

Þriðjudaginn 06. nóvember 2001, kl. 17:19:30 (1245)

2001-11-06 17:19:30# 127. lþ. 22.6 fundur 14. mál: #A efling félagslegs forvarnastarfs# þál., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 127. lþ.

[17:19]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á því að þetta sé andsvar við ræðu minni. Ég býst við að hv. þm. hafi verið að biðja um orðið vegna þess að ég er ekki einn af flm. þessarar tillögu, því miður, en ég styð hana eindregið. Ég tek hins vegar undir það sem hér kom fram um mikilvægi þátttöku foreldra í öllu forvarnastarfi og ég býst við því, án þess að ég ætli að svara fyrir flm. en hef þó lesið grg. býsna vel og fylgst með umræðunni, að einn þáttur þess sem á skoða í starfi þessara félagasamtaka sé einmitt mikilvægi þátttöku foreldranna í starfinu og þá hvernig það tengist því að þau megi skila sem bestum árangri í störfum sínum í þágu forvarna.