Myntbandalag Evrópu og upptaka evru

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:17:45 (1270)

2001-11-07 14:17:45# 127. lþ. 24.1 fundur 195. mál: #A Myntbandalag Evrópu og upptaka evru# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Efnahagsstefna núverandi stjórnarflokka hefur brugðist. Viðskiptahalli undanfarinna ára heldur uppi þeim háu okurvöxtum sem eru í landinu í dag og eru allt að drepa.

Það má eiginlega lýsa efnahagsstjórn þessarar ríkisstjórnar í þremur orðum: andvaraleysi, sjálfsánægja og agaleysi. Litlar tímasprengjur hafa verið að hlaðast upp og eru nú að springa hver af annarri.

Herra forseti. Ég hygg að eftirmælin um þá ríkisstjórn sem nú situr verði þau að þetta hafi verið ríkisstjórnin sem með drambi sínu í efnahagsmálum gerði það að verkum að við neyddumst til að taka upp evru fyrr en síðar.