Reglugerð skv. 18. gr. a læknalaga

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 16:04:48 (1319)

2001-11-07 16:04:48# 127. lþ. 24.8 fundur 231. mál: #A reglugerð skv. 18. gr. a læknalaga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi SI
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[16:04]

Fyrirspyrjandi (Sigríður Ingvarsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég byrja á að þakka hæstv. heilbrrh. fyrir góð svör og vona svo sannarlega að það fari að styttast í frv. sem og reglugerðina sem um ræðir því umfram allt er mikilvægt að vinnuferlið sé skýrt þegar mál sem þessi koma upp hvað varðar viðbrögð og rannsókn mála og að aðgerðir fylgi í kjölfarið. Einnig hlýtur að þurfa að koma til nákvæm skráning á því hvar og hvernig og hjá hverjum mistök eiga sér stað svo hægt sé að grípa inn í með viðeigandi ráðstöfunum.