Reglugerð skv. 18. gr. a læknalaga

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 16:05:39 (1320)

2001-11-07 16:05:39# 127. lþ. 24.8 fundur 231. mál: #A reglugerð skv. 18. gr. a læknalaga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[16:05]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka þeim sem hafa tekið þátt í umræðunni og fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina.

Fram hefur komið áhersla á að þessi mál séu í skýrum farvegi og það er einmitt kjarni þessa máls og ég tek eindregið undir að öll vinna að lagasetningu og reglugerðasetningu í kjölfar laganna verður að miða að því að hér gildi skýrar reglur vegna þess að eðli málsins samkvæmt er um afar viðkvæm mál að ræða. Það eru ekki mörg mál sem eru erfiðari viðfangs og viðkvæmari en við erum að höndla með hér.

Ég lýsi því yfir ánægju minni með hvað menn eru sammála hér og ég held ótrauður áfram ásamt mínu fólki í ráðuneytinu að vinna þessi mál og vona að niðurstaða geti legið fyrir á þessu þingi.