Fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða

Fimmtudaginn 08. nóvember 2001, kl. 10:34:38 (1325)

2001-11-08 10:34:38# 127. lþ. 25.91 fundur 111#B fundur í heilbr.- og trn. með fulltrúum sjúkraliða# (aths. um störf þingsins), KF
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 127. lþ.

[10:34]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Ég tek undir áhyggjur síðasta ræðumanns yfir stöðu mála hvað lýtur að verkföllum sjúkraliða. Hins vegar kynnti ég mér málið í morgun þegar hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir hafði samband við mig og það er rétt hjá henni að bréf frá Sjúkraliðafélaginu barst heilbr.- og trn. 14. maí sl. en skömmu síðar lauk þingi, þinglok voru þarna rétt á eftir. Síðan þegar þingið hófst í haust hefur verið rætt við ýmsa aðila sem höfðu líka samband við nefndina í vor.

Ég hafði hins vegar spurnir af því að formaður heilbr.- og trn., Jónína Bjartmarz, hefði ætlað sér að kalla sjúkraliða á næsta fund nefndarinnar. Hún gerði það ekki á fundinn í dag þar sem verið var að fara yfir fjárlagabeiðnir. Ég hef séð til þess að kallað hefur verið í stjórn Sjúkraliðafélagsins sem mun koma á nefndarfund í næstu viku.